Almennar upplýsingar
Um tækið
Þráðlausa tækið sem lýst er í þessari handbók er samþykkt til
notkunar í EGSM 900 og 1800 MHz símkerfi. Þjónustuveitan
gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Viðvörun:
Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf
að vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar
notkun þráðlausra tækja getur valdið truflun eða hættu.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða
staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra,
þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta
hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda,
tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar mikilvægar
upplýsingar sem geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók
þess vandlega, einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja
saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá
tækisins.
Sérþjónusta
Til að hægt sé að nota tækið verða notendur að vera
áskrifendur þjónustu fyrir þráðlausa síma. Ekki er hægt að
nota alla þessa valkosti í öllum símkerfum. Fyrir suma
eiginleika kann jafnframt að vera farið fram á sérstaka
skráningu hjá þjónustuveitunni. Sérþjónusta felur í sér
sendingu gagna. Fáðu upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni
um gjöld á heimaneti þínu og þegar reiki er notað á öðrum
netum. Þú getur fengið upplýsingar um gjöld hjá
þjónustuveitunni.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir
væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er
birtast þær ekki í valmynd tækisins. Í tækinu gætu atriði
einnig verið sérsniðin, s.s. heiti á valmyndum, skipanir og
tákn.
Þjónusta
Ef þú vilt læra meira um hvernig nota á vöruna eða þú ert ekki
viss um hvernig tækið virkar finnurðu nánari upplýsingar í
notendahandbókinni eða á slóðinni >www.nokia.com/
support eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu eða með
farsíma á www.nokia.mobi/support.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eftirfarandi:
•
Endurræstu tækið: slökktu á tækinu og taktu
rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu skaltu setja
rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
•
Settu aftur upp upprunalegu stillingarnar eins og lýst
er í notendahandbókinni.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia.
Sjá www.nokia.com/repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af
gögnum í tækinu áður en það er sent í viðgerð.